02.05.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 791 í B-deild Alþingistíðinda. (539)

93. mál, vélgæsla á íslenskum gufuskipum

Framsögumaður (Augúst Flygenring):

Eg skal aðeins fyrir hönd nefndarinnar láta þess getið, að þessar breytingar, sem neðri deild hefir gert á því, eru mjög smávægilegar orðabreytingar, en efnið er alt óhaggað. Orðunum vélastjóri, yfirvélastjóri o. s. frv. hefir verið breytt í vélstjóra yfirvélstjóra o. s. frv. Sömuleiðis hefir á öðrum stað verið felt burtu orðið „gufuvélar“ og í stað þess sett „vélar“. Í 6. gr. hefir réttilega verið lagfærð ein hneiging á orði og í 5. gr. hefir verið sett „o. fl.“ í staðinn fyrir „m. m.“ sem var í frv. áður. Eins og hv. deildarmenn sjá eru þetta alt smávægilegar breytingar, en heldur til bóta og vill nefndin mæla með því, að frv. verði samþykt óbreitt.