15.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 794 í B-deild Alþingistíðinda. (542)

45. mál, stofnun lagaskóla á Íslandi

Sigurður Hjörleifsson:

Eg get ekki felt mig við þá röksemdafærslu, að það sé réttmætt að lengja frestinn um 1½ ár, en hinsvegar alveg óréttmætt að lengja hann um 3 ár, mér finst að annaðhvort eigi að lengja hann verulega, eða þá alls ekkert. Annars skal eg taka það fram, að eg hefi ekki heyrt neinar ástæður, er sýni það, að nokkur nauðsyn eða sanngirni mæli með þessu frumvarpi í neinni mynd. Það má gera ráð fyrir, að fresturinn hafi upphaflega verið settur eins langur og ástæða var til, að athuguðum öllum kringumstæðum. Og eg fæ ekki séð, að neinar ástæður mæli með því að fara nú að breyta þessu. Því get eg ekki verið með frumvarpinu í neinni mynd, fyr en bent verður á, að einungis sérstakar ástæður liggi til þessarar breytingar.