15.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 795 í B-deild Alþingistíðinda. (544)

45. mál, stofnun lagaskóla á Íslandi

Sigurður Hjörleifsson; Það situr ekki á mér að halda fram rétti Lagaskólans framar en Lagaskólastjórinn sjálfur. Samt verð eg að láta í ljósi, að mér finst varasamt að samþykkja þessa framlengingu á frestinum, því að þá er opnuð leiðin og má búast við, að á hverju þingi verði einhverjir að biðja um samskonar framlengingu. Mér finst það engin frágangssök að krefjast þess af þessum mönnum, að þeir taki aukapróf við lagaskólann, eins og gert er ráð fyrir í lagaskólalögunum. Og það er því fremur ástæða til að krefjast slíks prófs af Hafnarkandidötum, þar sem því er játað, að þá skorti nægilega þekkingu í íslenzkum lögum.