17.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 797 í B-deild Alþingistíðinda. (548)

45. mál, stofnun lagaskóla á Íslandi

Lárus H. Bjarnason:

Eg vil leyfa mér að minna á það, sem eg sagði við 1. umræðu þessa máls, að þessi framlenging er borin fram eftir að leitað hafði verið álits lagaskólakennaranna og þeir tjáð sig eftir atvikum henni fylgjandi. Oss þótti leitt að þurfa að láta lúta í lægra haldi óskina um að réttur til lögfræðisembætta hér á landi væri einskorðaður við próf frá Lagaskólanum, heldur en ósk nokkurra utanskólamanna um framlenging á frestinum. En vér þóttumst ekki geta forsvarað að skella skolleyrunum við slíkri ósk manna, sem farnir voru að stunda lög í Kaupmannahöfn áður en Lagaskólinn tók til starfa. Því legg eg eftir atvikum til að br.till. á þgsk. 215 verði samþykt.