22.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 836 í B-deild Alþingistíðinda. (607)

109. mál, útflutningsgjald

Júlíus Havsteen:

Útskýringin, sem háttv. flutningsmaður gaf, var ljós, og þóttist eg sjá, hvert hann vildi fara. En það, sem ég hefi hér að athuga við, er formið á frumvarpinu. Eg held hér sé ekki að tala um að bæta við lögin frá 31. júlí 1907, heldur að breyta þeim. Mér finst hér fremur vera spursmál um breyting en viðbót. En ef málinu er vísað til nefndar, þá mun þetta koma þar fram, eða verða nánar athugað.