30.03.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 844 í B-deild Alþingistíðinda. (622)

117. mál, fiskveiðar útlendra við Ísland

Júlíus Havsteen:

Eg tók sérstaklega eftir því, að hv. flutningsmaður gat þess, að hann hefði séð skýrslur frá tveimur skipstjórum á „Íslands Falk“, er færu fram á breytingar í þessu efni. Þetta virðist mér benda til þess, að nauðsyn sé á, að fá frumv. þetta samþ. Á hinn bóginn er, eins og hv. ráðherra tók fram, vandfarið hér gagnvart útlendum þjóðum. Eg get verið uppástungumanni samdóma um að setja nefnd í málið, og vona, að það verði eigi til þess, að það eigi skyldi ná fram að ganga á þessu þingi.