03.04.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 849 í B-deild Alþingistíðinda. (634)

123. mál, bæjarstjórn á Akureyri

Framsögum. (Sigurður Hjörleifsson):

Eg skal ekki tala langt mál. Sú breyting, sem lögð er til á frumvarpinu, er að eins orðabreyting. Það þótti betur fara á, að orðalagið væri þannig. Það er engin breyting á efni málsins. Það mætti ef til vill bæta við almennri athugasemd um, að endurskoðun þessi, er hér ræðir um, er endurgjaldslaus. Mér finst margt mæla á móti því, að hún sé ólaunuð. En það er bót í máli, að hér er farið fram á, að endurskoðunarmenn séu tveir í stað eins.