04.05.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 859 í B-deild Alþingistíðinda. (660)

15. mál, verslunarbækur

Framsögum. (Gunnar Ólafsson):

Þegar frv. þetta var til 2. umr., voru sumir deildarmenn ekki vel búnir að átta sig á því. Mönnum þótti frágangur þess, eins og það kom frá n. d., vera æði slæmur, en nú hefir það verið lagað, og vona eg að hv. deild sjái, að eins og það nú liggur fyrir getur það vel fallið inn í lögin um verzlunarbækur frá 1909. Lögfræðingar og kaupmenn hafa látið það álit í ljósi, að frumvarpið geti vel fallið inn í nefnd lög, og að breytingar þær sem í því felast séu til bóta.