18.04.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 861 í B-deild Alþingistíðinda. (672)

114. mál, bankavaxtabréf

Lárus H. Bjarnason:

Það er líkt ástatt um fyrirsögn og meginmál þessa frv. sem hins, er var hér til umræðu næst á undan, að láðst hefir að nefna lög, sem vitnað er til tiltekinnar greinar. Þetta þarf að laga. Eg vildi feginn geta greitt atkvæði með því að landssjóður legði fram tryggingarfé það sem frv. fer fram á. En áður en eg get það, vil eg leyfa mér að gera þá fyrirspurn til hæstv. ráðh., hvort landssjóður getur lagt þetta fé fram.