05.05.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 869 í B-deild Alþingistíðinda. (693)

154. mál, lántökuheimild

Ráðherra (Kr. J):

Mér fanst ræða hv. vinar míns, sem nú settist síðast niður, að sumu leyti bygð á misskilningi. Þess verður vel að gæta, að nú mun vera harla ervitt fyrir Ísland að fá lán erlendis, en á hinn bóginn sé eg ekki vel, hvernig landstjórnin getur komist af án einhverrar lánsheimildar. En auðvitað mun stjórnin reyna að komast að sem beztum kjörum. Eftir því sem eg nú veit bezt, eru vextir á norðurlöndum frá 4—5½ af hundraði.