26.04.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 874 í B-deild Alþingistíðinda. (704)

43. mál, læknaskipun

Steingr. Jónsson:

Eg stend að eins upp til að láta í ljósi það álit mitt, að það sé engin ástæða til að skipa nefnd í þetta mál. Fyrst og fremst af því að eg álít að sú spurning, sem hv. þm. Akureyrar nefndi, sé ekki eins hættuleg og hann heldur. Enn þó svo væri, þá væri ekki rétt að setja það fyrir sig, ef Norðfjarðarbúar eiga í sjálfu sér heimting á lækni, og það virðast þeir eiga, þar sem afar erfitt er fyrir þá að sækja til Eskifjarðar, sem er næsta læknissetur. Eg sé því ekki ástæðu til að tefja tímann með því að skipa nefnd í málið.