02.05.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 876 í B-deild Alþingistíðinda. (712)

46. mál, lækningaleyfi

Júlíus Havsteen:

Hv. 5. kgk. þm. tók ekki nærri sér að fella annað frumv. frá 1. umr. fyrir neðri deild á dögunum, eg á við prentsmiðjulagafrv., sem reyndar átti það skilið í fylsta máta. Það sem alt veltur á er þetta: Er málið þess vert að það sé rætt? Eg stend við það, að ráðherra er æðsti umboðsvaldhafandi. Hann einn „repræsenterar“ konungsvaldið. Dómstólarnir hafa þar ekkert að segja. Eg get því ekki séð að skot það til dómstólanna á úrskurði ráðherra, sem nefnt er í frv., sé á réttum rökum bygt.