02.05.1911
Efri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 961 í B-deild Alþingistíðinda. (826)

147. mál, ölgerð og ölverslun

Framsögum. Júlíus Havsteen:

Eg get ekki litið svo á, að þetta mál geti komið til umræðu hér í deildinni, mér finst það koma gersamlega í bága við stjórnarskrána; í 51. gr. stendur, að öll bönd, sem hamli á einhvern hátt atvinnufrelsi manna, skuli afnumin með lagaboði. Þá má ekki heldur binda slík bönd með lagaboði, og eg vona að frumvarpinu verði af þessum ástæðum vísað frá þegar í stað, og leyfi mér að bera fram kröfu mína hér að lútandi fyrir hæstv. forseta.