03.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 243 í B-deild Alþingistíðinda. (966)

111. mál, fjárlög 1912-1913

Björn Jónsson:

Þetta bréf segir ekki annað, en að Zahle rangminti það, sem gerðist í ríkisráðinu. Eg man það glögt, að eg lofaði ekki að flytja neitt sérstakt frumvarp og lofaði hvorki einu né neinu öðru en því, sem eg sagði áðan og stendur bókað í ríkisráðsfundabókinni. Þar stendur það eins og eg hefi skýrt frá, en ekki eins og hann hefir sagt. Mér er ekki farið að förlast það minni, að eg muni þetta ekki rétt. Ef til vill hefði verið forsjálla að mótmæla undir eins þessu skrifi frá Zahle, en eg taldi þess enga þörf. Eg vildi sjá hvað gerðist, þegar liði að þingi 1911, hvort maður gæti ekki fundið einhverja hagfelda leið í þessu máli. Mín hugsun var að láta féð ganga til góðgerðastofnana hér á landi og í Danmörku, en eg hafði að eins slegið því lauslega fram, en ekki ákveðið neitt í því efni. Svo var afráðið að taka athugasemdina sömu sem áður í fjárlögin og skifta fénu eins og verið hafði. En eg tók enga ábyrgð á því, hvað þingið gerði í málinu.