03.04.1911
Neðri deild: -1. fundur, 22. löggjafarþing.
Sjá dálk 269 í B-deild Alþingistíðinda. (974)

111. mál, fjárlög 1912-1913

Björn Jónsson:

Einhver tók það fram áðan, að úr því eg hefði eigi sett inn í fjárl.frv. styrk til Templarareglunnar, þá væri það vottur þess, að eg mundi nú orðinn þeirrar skoðunar, að hún eigi ekkert að fá. En orsökin til þessa er sú, að félag það hafði ekki sótt um neinn styrk þegar frumvarpið var samið.