05.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 577 í B-deild Alþingistíðinda. (1000)

64. mál, forkaupsréttur landssjóðs

Tryggvi Bjarnason:

Eg vildi að eins leiðrétta misskilning, háttv. 2. þm. S.-Múl. (J. 01), á orðum mínum. Hann sagðist vera meðmæltur frv., en líkaði það betur eins og eg legði til að það væri. Eg sagði aldrei að eg væri meðmæltur þeirri stefnu, að forkaupsréttur landssjóðs næði til allra jarða í landinu eða að samin væru lög um það nú þegar, heldur einungis að, ef frv. ætti að ná tilgangi sínum, þá yrði það að ná til allra jarða á landinu, en ekki einungis þeirra sem landssjóður hefir einu sinni átt.