05.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 579 í B-deild Alþingistíðinda. (1005)

64. mál, forkaupsréttur landssjóðs

Ráðherrann (H. H.):

Mér finst vanta inn í þetta frv. alla heimild fyrir landsstjórnina til þess að kaupa þessar jarðir, sem henni er hér gefinn forkaupsréttur á, og á að skylda menn til að bjóða henni. Eins og frv. liggur fyrir yrði stjórnin ætíð, ef hún vill sinna kaupi, að fá frest fram yfir næsta alþingi á eftir, til þess að fá fjárveiting. og heimild til að kaupa. Eg vildi skjóta þessu til háttv. flutningsmanna til þess að þeir geti lagfært þetta, ella gæti af þessu stafað óþægindi og töf fyrir hlutaðeigandi jarðeigendur, ef þeir eru skyldir að bjóða jörðina landssjóði og bíða von úr viti eftir svörunum.