05.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 581 í B-deild Alþingistíðinda. (1008)

64. mál, forkaupsréttur landssjóðs

Ráðherrann (H. H.):

Í þetta frv. vantar ekki að eins heimildina fyrir landstjórnina til þess að kaupa heldur einnig öll ákvæði um það, af hvaða sjóði kaupverðið á að takast, ef þjóðjörð er keypt inn aftur.

Það er engan veginn sjálfsagt, að andvirðið greiðist af landssjóði. Andvirði seldra þjóðjarða rennur í ræktunarsjóð, og andvirði seldra kirkjujarða í kirkjujarðasjóð Séu þessar jarðir keyptar aftur fyrir landið, virðist jafnvel miklu réttara að andvirðið greiðist úr þeim sjóðum, sem notið hafa söluverðsins, þegar þær voru seldar frá landssjóði, eða þá að þessir sjóðir kaupi jarðirnar, en ekki viðlagasjóðurinn.