05.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 585 í B-deild Alþingistíðinda. (1014)

64. mál, forkaupsréttur landssjóðs

Ráðherrann (H. H.):

Það má vel vera, að dæmið, sem eg tók, sé ekki „sláandi“. En hugsum oss annað dæmi. Sjálfseignarbóndi verður veikur og þarf eftir læknisráði að yfirgefa ábýlisjörð sína til að leita sér lækninga með dvöl erlendis. Dvöl hans lengist, og efni hans leyfa ekki að hann haldi búinu áfram. Hann neyðist til að bregða búi. Eftir tillögu háttv þm. má hann þá ekki byggja jörðina öðrum og geyma sér rétt til að hverfa að henni aftur, þegar honum er batnað, heldur verður hann að selja hana og afsala algerlega, þannig að hann á þangað ekki afturkvæmt. Þetta finst mér ekkert réttlæti. En annars er naumast tilefni til, að ræða þessa breytingartillögu frekar. Hún er alt of stórstíg.