14.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 630 í B-deild Alþingistíðinda. (1061)

69. mál, prestssetrið Presthólar

Valtýr Guðmundsson:

Því víkur svo undarlega við, að eg er með þessu frv., enda þótt eg sé annars mótfallinn þjóðjarðasölu, og það er af því, að eg er sannfærður um, að það liggur eitthvað persónulegt á bak við það, að það skuli eiga að meina þessum manni að kaupa jörð sína á sama hátt og aðrir fá eftir gildandi lögum, og þótt eg vildi helzt að þau lög væru úr sögunni, þá vil eg þó láta þau ganga jafnt yfir alla, meðan þau standa. Svo er líka annað, sem líta má á. Maðurinn hefir þegar bætt jörðina mikið, og ef hann fær hana til kaups eru líkindi til að hann bæti hana enn meira, en þegar hann fellur frá, þá fær landssjóður sennilega forkaupsrétt á jörðinni samkvæmt öðrum lögum, og er þá hagur að hún lendi í landssjóðs höndum.