14.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 631 í B-deild Alþingistíðinda. (1062)

69. mál, prestssetrið Presthólar

Frams.m. (Benedikt Sveinsson):

Eg vil leyfa mér að benda á það, að 4. gr. laga um laun sóknarpresta frá 1907 verður eigi skilin öðru vísi en svo, að manninum sé heimilt að sitja á sömu jörð sem áður, þótt brauðasamsteypa verði, enda væri það hart fyrir aldraða menn, sem lengi hafa búið á sömu jörð, að þurfa að fara að flytja í aðra sókn, þótt fleiri sóknir leggist saman. Þetta er gert fyrir þá presta, sem uppi eru meðan á þessu stendur, þótt það gildi ekki til frambúðar.

Það mætti minna á það, að þessi sami maður hefir fyrri verið riðinn við kaup á annari þjóðjörð. Þá var það systir hans, sem ekki fékk jörð þá keypta, sem hún hafði búið á, fyrir það, að hreppsnefndin vildi hafa þar skólasetur. Það er að vísu rétt og sjálfsagt, að hið opinbera á að ganga fyrir einstaklingnum, en það er eigi að síður hart, ef þessi maður á nú að verða fyrir því, að honum sé með smásmygli bolað frá því, að fá þessa jörð.