14.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 635 í B-deild Alþingistíðinda. (1068)

69. mál, prestssetrið Presthólar

Ráðherrann (H. H.):

Eg vil aðeins benda á, að annar galli er á tillögunni.

Það er eftir orðalagi hennar gengið út frá því sem vísu, að jörðin verði seld ef hún gengur úr sjálfsábúð, og sagt að landssjóður skuli þá hafa forkaupsrétt að henni að frágengnu sveitafélagi. En þessi kaupréttur kemur eðlilega því að eins til greina, að eigandi vilji selja jörðina. Í núgildandi lögum er ekkert sem skyldar mann til að selja gamlar kirkjujarðir þó þær gangi úr sjálfsábúð.

Í lögunum um sölu kirkjujarða frá 1907 segir að eins, að gangi jörð, sem seld hefir verið samkvæmt þeim lögum, úr sjálfsábúð, áður en kaupverðið er að fullu greitt, þá falli eftirstöðvar jarðarverðsins jafnskjótt í gjalddaga. Það þyrfti því að orða þessa brtill. öðru vísi.