13.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 637 í B-deild Alþingistíðinda. (1074)

73. mál, almanök

Valtýr Guðmundsson:

Mér finst mál þetta talsvert athugavert og vafasamt hvort hægt er að ráða fram úr því með svo fljótri svipan. Eg kysi helzt að það yrði fyrst meðhöndlað af stjórninni — og fari svo, að það gangi fram, þá er eg alveg samdóma hv. 2. þm. S.-Múl. (J. Ól.) að leyfið sé ekki gefið laust hverjum sem hafa vill, heldur veitt háskóla Íslands. En eg er hræddur um að við getum ekki breytt þessu undir eins, og geri það því að tillögu minni, að frv. verði vísað til stjórnarinnar. Það virðist heldur ekki bráðliggja svo á því, að það geti ekki beðið til næsta þings. Það væri óþægilegt ef landið fengi t. d. skaðabótakröfu á sig fyrir fljótræðið, sjálfur er eg ekki svo lögfróður, að eg geti greitt málinu atkvæði að sinni.