13.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 638 í B-deild Alþingistíðinda. (1075)

73. mál, almanök

Lárus H. Bjarnason:

Eg ætla að eins að geta þess, að eg tel það vafasamt að landið geti tekið þetta einkaleyfi af Hafnarháskóla án endurgjalds. Annars hefi eg lítið hugsað málið vegna annríkis við önnur þingstörf. Eg mun ekki greiða atkvæði á móti því, að frv. gangi til 2. umr., skal athuga það þangað til. Réttast álít eg samt að fara eftir tillögu hv. þm. Sfjk. (V. G.) og vísa málinu til stjórnarinnar. Það er held eg ekki eins óbrotið og hv. þm. N.-Þing. (B. Sv.) og 2. þm. S.-Múl. (J. Ól.) virðast halda.