13.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 638 í B-deild Alþingistíðinda. (1076)

73. mál, almanök

Flutn.m. (Benedikt Sveinsson):

Eg get, eins og eg tók fram, tekið bendingu hv. 2. þm. S.-Múl. (J. Ól.) um að veita háskólanum þetta einkaleyfi og felst á það. Hins vegar get eg ekki séð, að þetta sé það stórmál, að það þurfi þann undirbúning frá stjórninni áður en það er samþykt. Virðist mér háttv. þm. Sfjk. (V. G.) vera nokkuð hörundsár vegna danska háskólans, sem hann er starfsmaður við. Það væri hart, ef sá háskóli, sem þó hefir notið mikilla hlunninda frá Íslendingum t. d. Árna Magnússonar safnsins, færi að halda þessu fyrir okkur, enda hygg eg að við þurfum ekki að óttast mikla mótspyrnu frá hans hálfu. Annars er eg þakklátur hv. 1. þm. Rv. (L. H. B.) fyrir það, að hann vill lofa málinu að ganga til 2. umr., geta menn þá áttað sig á því þangað til.