15.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 641 í B-deild Alþingistíðinda. (1085)

76. mál, rithöfundaréttur og prentréttur

Flutningsm. (Bjarni Jónsson):

Engin mótmæli komu á móti frv. við umr., enda er engin ástæða til þess, að hefta einkarétt á málverkum, ljósmyndum eða kvikmyndum. Einn þingmaður hefir bent mér á, að ljósmyndarar geti fengið einkarétt á myndum um 5 ár, en það sé bundið svo mikilli fyrirhöfn, að þeim finnist það varla gerandi. Því sýnist mér að þingið losi þá við þessa fyrirhöfn, með því að gefa þeim lög um einkarétt á myndum, enda hefi eg flutt þetta frumv. eftir beiðni hlutaðeigenda og vona eg að það gangi í gegnum deildina.