13.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 646 í B-deild Alþingistíðinda. (1101)

79. mál, bannlögin, viðauki

Ráðherra (H. H); Hvort sem h. þd. vill fella eða samþykkja þetta frv., sem mér virðist alveg sjálfsagt að samþykkja, er mjög æskilegt, að litlar eða helzt engar umræður yrðu um málið. Hv. þm. mun vera kunnugt um, hvað til stendur næsta sumar, og er aðaltilefni frumvarpsins. Eg sé ekki betur en það sé mjög sanngjörn krafa, að meðan bannlögin leyfa áfengisveitingar, sé hinni opinberu reprœsentation gert það fært, að fá nauðsynlegar vörur við sæmilegu verði og sæmilega góðar. En það er mjög svo óviðfeldið og óviðeigandi, að þeir, sem sérstaklega er hugsað til í frumv., og eg ekki vil nefna frekar, frétti um skoðanamun eða jafnvel deilur um þetta efni í þinginu fyrirfram. Eg vil því mælast til þess, að umræðurnar séu takmarkaðar sem mest.