13.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 651 í B-deild Alþingistíðinda. (1109)

81. mál, bæjarstjórn í Reykjavík

Flutningsm. (Benedikt Sveinsson):

Þetta mun rétt hermt hjá hv. þm. N.-Múl. (Jóh. Jóh.), að borgarstjórinn í Hafnarfirði sé kosinn af bæjarstjórn. En hitt er ekki rétt, að af því verði nokkuð ráðið um það, að þingið 1907, sem fjallaði um lögin um bæjarstjórn í Hafnarfirði, hafi talið rétt, að borgarsjórinn hér væri kosinn af bæjarstjórn. Og þótt svo væri, er ekki víst, að þingið 1907 hafi litið rétt á, enda hefir þingið oft breytt um skoðun. Það er ekki nema sjálfsagt að taka til greina frv. þetta, sem komið er fram eftir einróma ósk allra bæjarmanna. Þar hefir engin rödd heyrzt á móti, nema ef vera kynni sumra bæjarfulltrúanna, sem ekki vilja missa valið á borgarstjóranum úr höndum sér.