22.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 718 í B-deild Alþingistíðinda. (1164)

104. mál, einkasöluheimild á steinolíu

Jón Jónsson Rv.:

Eg skal tala stutt, eins og granni minn. En ef dagskráin í fyrradag var svo mikill hégómi, sem nú er að heyra á hv. þm., hvernig .fór hann þá að greiða henni atkv.? Það gerði hann þó, með nafnakalli og fleiri, sem nú eru á sama máli og hann, og meira að segja voru með til að bera hana fram. Það er svona, að þegar stjórnin kemur fram með einokunarfrv., þá vilja þeir ekki við því líta, en þegar þeir koma sjálfir með einokunarfrv., sem ekki er betur úr garði gert, þá ætlast þeir til að allir hlaupi eftir því.