21.08.1912
Efri deild: 31. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 117 í B-deild Alþingistíðinda. (118)

24. mál, stofnun Landsbanka

Eiríkur Briem:

Jeg álít, að útibú þetta á Austfjörðum verði trauðla stofnað strax, en bankastjórnin stofnar það svo fljótt sem auðið er.

Hvað síðari liðinn snertir, afgreiðslustofuna erlendis, þá er hann eftir því, sem annar flutningsmaður frumv. í Nd. sagði, borinn fram í samráði við bankastjórnina, og jeg veit, að annar bankastjórinn, 1. þm. Gullbr.- og Kjósarsýslu, var flutningsm. hans í Nd.

Jeg vil þess vegna óska þess, að deildin samþykki frumvarpið.

Með því að ekki tóku fleiri til máls, var gengið til atkvæða og var:

Frumv. samþ. með 7 atkv. gegn 4 og var endursent forseta Nd.