22.07.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 760 í B-deild Alþingistíðinda. (1198)

35. mál, eftirlit með síldveiðum

Valtýr Guðmundsson:

Eg vil taka undir með hæstv. rh. (K. J.), að tillaga þessi sé svo óákveðin, að nauðsynlegt sé að fá einhver skýrari og nákvæmari ákvæði, stjórninni til leiðbeiningar, en í tillögunni eru. Eg get ekki séð, að það geti gengið að afgreiða málið í þessu formi, og hygg líka, að stjórnin mundi þá komast í hreinustu vandræði. Eg vil því gera það að uppástungu minni, að þessari umræðu verði frestað og 3 manna nefnd kosin til að athuga málið.