30.07.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 795 í B-deild Alþingistíðinda. (1229)

117. mál, tilboð frá norsku stjórninni

Jón Ólafsson:

Herra forseti! Eg verð, fyrir mitt leyti, að vera samdóma háttv. þm. Sfjk. (V. G.) Málið er svo vaxið að Norðmenn eru málaleitendur en ekki við, þess vegna er það þeirra að koma fram með sín tilboð, en ekki okkar. Noregs stjórn hefir ekki borið mál þetta undir þingið í Noregi. Eg er samdóma hv. þm. Sfjk. (V. G.) um það, að stjórnirnar eigi fyrst að koma sér saman um samninga, og bera síðan málið undir þingin, hvor undir sitt til staðfestingar.