14.08.1912
Efri deild: 24. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 119 í B-deild Alþingistíðinda. (123)

30. mál, mótak

Jón Jónatansson (framögumaður):

Jeg skal geta þess, að jeg kannast ekki við tölur þær, er standa á dagskránni við frv. þetta, tölurnar 110 og 167; þær eru orðnar gerþýðingarlausar fyrir málið nú. En í stað þeirra vantar 231, eins og frv. var samþ. við 2. umr. hjer í háttv. deild.

Breyt.till. á þskj. 230, miðar að eins til að gera frv. skýrara. Athygli nefndararinnar var vakin á því, að orðalagið væri óskýrt, þar sem kveðið er á um atkvæðisrjettinn, og þó að jeg fyrir mitt leyti líti svo á, sem svo sje ekki, vildi nefndin þó taka þessa athugasemd til greina.

Jeg finn ekki ástæðu til, að fara fleiri orðum um málið, en vænti þess, að háttv. deild láti frv. ná fram að ganga.

Breyt.till á þskj. 230 samþ. með öllum atkv.

Frumv. með áorðnum breytingum samþ. með öllum atkv. og endursent til Nd.