01.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 807 í B-deild Alþingistíðinda. (1243)

55. mál, símalína frá Ísafirði til Patreksfjarðar

Pétur Jónsson:

Þetta er sennilega ekki ósanngjörn krafa, en þó er það athugavert við hana, að óvanalegt er að fara fram á fjárútlát úr landssjóði á aukaþingi. Eg vildi því heldur að beðið væri með að koma með hana til næsta þings. Eg hefi áður haft tækifæri til að athuga þessa eftirgjöf og býst ekki við að eg verði henni fráhverfur að öllu leyti, en þó álít eg réttara að málaleitunin sé athuguð betur, og mundi því mæla með því, að henni væri vísað til ritsímanefndarinnar. Hún á auðveldast með að fá þær upplýsingar, sem nauðsynlegar eru til að dæma um málið. Þetta mæli eg ekki af því að eg væni háttv. frummælanda um ósanngirni, en menn mega aldrei taka fullgilt að órannsökuðu máli, það sem hlutaðeigendur sjálfir segja.