21.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 835 í B-deild Alþingistíðinda. (1274)

85. mál, strandferðanefnd til að athuga strandferðirnar og Thore-samninginn

Matthías Ólafsson:

Eg vildi geta þess út af nefndarálitinu í þessu máli (þskj. 235), þar sem lagt er til að sleppa ýmsum viðkomustöðum, þá get eg hugsað mér, að með því lagi mundu 40 þús. kr. hrökkva til Að sleppa þó úr alveg stöðum eins og Patreksfirði nær þó ekki nokkurri átt, og svo er um fleiri staði, sem upp eru taldir, sumir hverjir miklir verzlunar- og útgerðarstaðir. Þótt nú úr þessu ætti að bæta með smábátum, þá er reynslan sú, að þeir hafa litið gagn gert vegna þess, að slæmt samband hefir verið milli þeirra og strandferðanna.