20.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 848 í B-deild Alþingistíðinda. (1282)

88. mál, ríkisréttindi Íslands

Guðlaugur Guðmundsson:

Eg ætla mér ekki að vekja umræður um þetta mál. Aðeins vildi eg taka það fram, að eg er ekki samdóma flutningsmönnunum um það ágæti stöðulaganna, sem tillagan lýsir. Hingað til hafa menn álitið þau alt annað en ágæt, og ekki talið felast í þeim þá viðurkenningu réttinda vorra, sem þessi ályktun vill vera láta. Gagnvart Dönum tel eg ekki líklegt, að ályktunin geti sannfært þá um það, sem þeir hafa ekki getað sannfærst um í 40 ár.

Með skírskotun til þeirrar rökstuddrar dagskrár, sem hér er fram komin, sé eg ekki ástæðu til að segja meira.