20.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 853 í B-deild Alþingistíðinda. (1294)

90. mál, búnaðarfélög

Eggert Pálsson:

Hún er ekki fyrirferðarmikil þessi tillaga, en eg er sannfærður um það, að ef hún verður samþykt, þá raun hún hafa í för með sér óheilla afleiðingar. Það er ein regla um búnaðarfélagsstyrkinn, er gildir nú fyrir alt landið, og hygg eg það vera hið bezta. En ef nú á að fara að gera mismun á mati dagsverka í landinu og þannig koma á misjöfnum lögum, þá er eg hræddur við að orð Þorgeirs Ljósvetningagoða um það. að séu lögin tvískift í landinu, þá verði friðurinn það einnig, komi hér sem annarsstaðar til að rætast. Því er nú einu sinni þann veg farið, að mismunandi erfitt er að gera jarðabætur á landi voru, og það ekki einungis í hinum ýmsu landshlutum heldur meira að segja sömu sýslu og sömu sveit, svo að það er alveg ómögulegt að komast hjá því að nokkuð misrétti eigi sér stað. Eg vil því enga undantekningu láta gera því að misrétti yrði ávalt hvort sem væri.

Það hafa heyrst raddir um það, að réttast væri að afnema búnaðarstyrkinn og held eg að með tillögunni sé einmitt verið að blása vindi í segl þeirra manna, sem það vilja, með því að vera að gera þennan ágreining.

Eg vil láta sömu reglur gilda fyrir alt landið í heild sinni í þessum efnum, og hygg að það verði öllum málspörtum heilladrýgst. En ágreiningurinn eða mismunurinn valdið því að ekki verði innan skamms um neitt að deila.