23.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 871 í B-deild Alþingistíðinda. (1311)

96. mál, verkun og sala ullar

Frs.m. (Pétur Jónsson):

Þessar upplýsingar hv. þm. Dal. (B. J.) eru ekki til að styrkja ummæli hv. 1. þm. G. K. (B. K.), heldur þvert á móti. Eg kannast við ummæli Erkes, ekki einungis af skýrslu hv. þm. Dal. (B. J) sem verzlunarráðanauts, heldur og af samtali við hann heima í minni sveit.

Það kemur það sama fram hjá honum og Kristján Jónasson skrifaði um fyrir meir en 30 árum, um meðferð á þveginni ull, til þess að ullarverksmiðjurnar fengi ullina eins og þeim líkaði bezt.

En mér er kunnugt um að það er miklu meiri vandi að ganga frá ullinni ef hún á að flytjast óhrein út á þann hátt óþvegin, heldur en vel þvegin.

Meðferð fjárins og rímingsaðferð fjárins þarf að breyta ef það á að verða hægt.

Eg er þakklátur Sigurgeiri Einarssyni fyrir það, að hann hefir ekki farið að innprenta mönnum, að senda út ullina óþvegna.