23.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 882 í B-deild Alþingistíðinda. (1329)

100. mál, fiskveiðagæsla fyrir Suðurlandi

Lárus H. Bjarnason:

Þau eru farin að tíðkast hin breiðu spjótin. Till. eru orðnar æði margar.

Við þessa tillögu hefi eg aðallega tvent að athuga Eg veit ekki betur en mikill hluti af Eyrarbakkaflóanum sé fyrir utan landhelgissvæðið (Sigurður Sigurðsson: Já, það er það náttúrlega) og á þeim hluta er tilgangslaust að heimta vörn. Vegna framkominnar játningar háttv. flutningsmanns er tillagan þá þegar af þeirri ástæðu óréttmæt.

Í annan stað kennir þess nokkuð víða að eftirlitið er ekki eins gott sem skyldi, sem eðlilegt er, þar sem strandlengjan er löng en skipið ekki nema eitt. Og eg get ekki betur séð en að annara svæða væri meiri þörf að gæta, svo sem Faxaflóa, Ísafjarðardjúps, Víkurmiða o. fl.

Eg tel því ekki rétt að samþykkja tillöguna, það nægir að vísa henni til ráðherra eins og hinni fyrri.