24.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 971 í B-deild Alþingistíðinda. (1389)

94. mál, notkun lánsheimildar

Fyrirspyrjandi (Björn Kristjánsson):

Eg er þakklátur hæstv. ráðh. (H. H.) fyrir undirtektir hans, og vona eg að honum takist að útvega þetta lán með sæmilegum kjörum. Þótt 98 þús. kr. sé ekki mikið fé, þá munar bankann mikið um það í bili.

Að svo mæltu leyfi eg mér að af- henda hæstv. forseta svohljóðandi tillögu til rökstuddrar dagskrár:

„Í fullu trausti þess, að ráðherra geri sitt ítrasta til þess að taka lán fyrir landssjóðs hönd, samkv. lögum 9. júlí 1909, með sem aðgengilegustum kjörum til kaupa á veðdeildarbréfum Landsbankans, og væntir þess, að landssjóður, þegar efnahagur hans leyfir, verji þeim ca. 98 þús. kr., sem enn er óvarið af 1. lántöku, til kaupa á veðdeildarbréfum Landsbankans, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá“.