16.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 979 í B-deild Alþingistíðinda. (1401)

7. mál, yfirsetukvennalög

Guðlaugur Guðmundsson:

Út af athugasemd sem kom fram frá nefndinni viðvíkjandi 1. brtill. hennar, sem eg lagði á móti, skal eg geta þess, að þennan agnúa má ógn vel laga til 3. umr. Ekki þarf annað en fella burtu orðin „eftir á“. Þá yrði ákvæðið að mínu áliti miklu aðgengilegra heldur en nú.

Í raun og veru gefur sýslusjóðsreikningur, miðaður við almanaksár, ekki rétta hugmynd um hag sýslunnar, ef öll yfirsetukvennalaun standa inni.