16.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 982 í B-deild Alþingistíðinda. (1405)

7. mál, yfirsetukvennalög

Lárus H. Bjarnason:

Það er að eins örstutt athugasemd.

Brtill. háttv. þm. Dal. (B. J.) er málrétt og gefur engan veginn í skyn að yfirsetukvennaskólinn í Reykjavík sé erlendur skóli. Hitt er líka víst, að yfirsetukonur frá konunglegu fæðingarstofnuninni eru ekki útilokaðar frá starfi hér á landi, þó þetta sé felt í burtu. Afleiðingin verður að eins sú, að vottorð landlæknis þarf líka þeim viðvíkjandi.