16.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 982 í B-deild Alþingistíðinda. (1406)

7. mál, yfirsetukvennalög

Jón Magnússon:

Það yrði meiri munur, og hann er sá, að yfirsetukonum í Reykjavík yrði ekki skylt að hafa próf frá erlendum skóla. Hingað til hefir það verið talið sjálfsagt, að yfirsetukonur í Reykjavík væru frá erlendum yfirsetukvennaskóla. En mér skilst hv. þm. Dal. (B. J.) vilja binda það við þær yfirsetukonur, sem eiga að kenna, en það er réttara að binda það við allar yfirsetukonur í Reykjavík, því að þær leiðbeina allar lærlingum hér meira og minna.

Þess vegna er þetta efnisbreyting.