19.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 984 í B-deild Alþingistíðinda. (1410)

7. mál, yfirsetukvennalög

Framsögum. (Eggert Pálsson):

Það er að eins út af síðustu orðum hv. þm. Dal. (B. J.) að eg stend upp. Hann bar fyrir sig orð landlæknis, en breyt.till. nefndarinnar í þessu efni hafa einmitt allar verið bornar undir hann, og þó að hann hefði auðvitað frekar kosið að frv. fengi að halda sér í því formi sem hann lagði til í öndverðu, þá er mér þó óhætt að hafa það eftir honum að hann mundi eftir atvikum sætta sig við breytingarnar.