20.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 1006 í B-deild Alþingistíðinda. (1439)

6. mál, stofnun yfirsetukvennaskóla í Reykjavík

Lárus H. Bjarnason:

Það var að eins örstutt athugasemd út af orðum háttv. þm. Vestm. (J. M.). Hafi skrifstofustörf landlæknis aukist, þá á að borga fyrir þau sérstaklega. En mér er kunnugt að hann borgaði manni, sem hjá honum var um tíma, en nú er farinn frá honum, ekki meira en kr. á mánuði fyrir skrifarastörf, og það verður þó aldrei nema 300 kr. á ári.