03.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 1016 í B-deild Alþingistíðinda. (1453)

26. mál, löggilding verslunarstaða

Benedikt Sveinsson:

Það er samkvæmt ósk Þorsteins Jónssonar kaupmanns á Seyðisfirði, sem hann hefir sent þinginu, að eg hefi leyft mér að koma fram með þessar brtill. við frumv. Eg hefi farið að dæmi fyrri þinga, er oft hafa sameinað löggildingar margra verzlunarstaða í eitt frumv., og því kem eg fram með þetta í breytingartillögu formi, en ekki í sérstöku frv.

Þessi svonefnda Skálavík er á austanverðu Langanesi utarlega. Það er ekki mikill verzlunarstaður, en Færeyingar koma þangað á hverju sumri og hafa landsmenn talsverð viðskifti við þá, kaupa af þeim lifur og þess háttar Ástæður Þorsteins eru þær, að hann segist hafa bygt þar tvö hús og ekki komist að viðunanlegum samningum um lóðina. Finst mér engin ástæða til að amast við að löggilda þennan stað fremur en ýmsa aðra, er löggiltir hafa verið, og vona eg því að breytingartill. mínar verði teknar til greina.