16.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 1022 í B-deild Alþingistíðinda. (1467)

61. mál, útflutningsgjald af fiski, lýsi o. fl.

Eggert Pálsson:

Eg stend aðeins upp til að fara þess á leit við hæstv. forseta, að hann taki þetta mál út af dagskrá. Ástæðan til þessara tilmæla minna er sú, að það er komið fram nefndarálit viðvíkjandi samskonar frv. frá skattamálanefndinni. Eg skal ekki fara að afsaka það, að þetta nefndarálit hefir komið nokkuð seint, en aftur á hina hliðina er enginn vafi á því, að þetta frumv., sem hér liggur fyrir, er alveg sama efnis og hitt, sem nefndinni var afhent til athugunar.

Hvað það snertir að láta þetta frv. eiga sig en láta hitt ganga sinn eðlilega gang, þá get eg ekki betur séð en að það geti geti gengið fyrir sig, þó tíminn sé nú orðinu nokkuð tæpur. Þegar frv. sem skattanefndin hér í deild hefir haft til meðferðar kæmi til Ed. gæti hún afgreitt það á mjög stuttum tíma, þar sem hún hefir haft samskonar frv. til meðferðar.

En: ef þessi tilmæli mín verða ekki tekin til greina, þá vil eg sem þingmaður, samkvæmt 34. gr. þingskapanna, gjöra kröfu til að málinu sé vísað frá. Það er ekki rétt að tvö mál sama eðlis liggi samtímis fyrir sömu þingdeildinni. Og eg hygg að engum geti blandast hugur um að þessi mál eru sama eðlis.