14.08.1912
Efri deild: 24. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 133 í B-deild Alþingistíðinda. (148)

36. mál, sala á eign Garðakirkju

Ráðherra (H. H.):

Jeg vil lýsa því yfir, að fyrir mjer gerir það engan mismun, þótt 2. gr. frv. sje breytt þannig, að ákveðið sje, að stjórnin tiltaki söluskilmálana. Jeg get aðhylzt þá borgunarskilmála, sem farið hefur verið fram á í frv., og verði jeg við stjórn, þegar til framkvæmda kemur á lögum þessum, þá mun jeg ekki ákveða þá öðruvísi, en hlutaðeigendur þegar hafa orðið ásáttir um og sett í frv. Og þó að svo færi, að ráðherraskifti yrðu áður en málið kemur til stjórnarráðsins kasta, vænti jeg þess þó, að þetta yrði eftir þessa yfirlýsing álitið sem fyrirfram ákveðið af stjórninni.