16.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 1054 í B-deild Alþingistíðinda. (1484)

61. mál, útflutningsgjald af fiski, lýsi o. fl.

Ráðherrann (H. H.):

Háttv. þm. vitnar í 17. gr. þingskapanna, sem alls ekki segir aukatekið orð um það, að ekki megi heimta fram á dagskrá mál, sem nefnd situr með. En jafn vel þótt það stæði í þingsköpum, sem ekki stendur, að ekki megi taka mál frá nefnd, þá mætti auðvitað víkja frá því þingskaparákvæði eins og öðrum ákvæðum þingskapa, með atkvæðagreiðslu í deildinni. En eg lít svo á að hér þurfi engin afbrigði frá þingsköpunum, heldur sé það í fullu samræmi við þau er gert hefir verið.