19.08.1912
Neðri deild: -1. fundur, 23. löggjafarþing.
Sjá dálk 1059 í B-deild Alþingistíðinda. (1496)

61. mál, útflutningsgjald af fiski, lýsi o. fl.

Ráðherrann (H. H.):

Eg get ekki fallist á það að hitt málið sé þar með fallið, þó þessu máli verði vikið frá með rökstuddri dagskrá, en það er forseta að úrskurða það. Í öðru lagi verð eg að halda fast við það, að stjórnin hafi leyfi til að óska þess, að mál, sem hún hefir borið fram, séu tekin út af dagskrá, enda var þetta mál alls ekki vóterað inn á dagskrá, og endurtek eg því hér með þá ósk af hálfu flutningsmanns frv., að það sé tekið út af dagskrá í dag.